Sendu jólavef Júlla þína jólasögu

Krakkar !

Hér geta allir sent inn sögur, allar sögur birtast á jólasögur barnanna. Munið að hafa nafn, aldur og hvaðan þið eruð.

Skrifið söguna inn í póstinn eða sendið sem viðhengi. 

Kýrin og nautið

Einu sinni var kýr sem hét Stjarna. Það var alltaf verið að stríða henni. Dýrin sögðu að hún væri stjarna á himnum sem ætti ekki að vera í skólanum.
Einn dag var Stjarna að úti að ganga og hitti naut. Nautið sagði; það er fallegur dagur í dag er það ekki? Jú sagði Stjarna og roðnaði.
Nautið keppti í boxi og spurði Stjörnu: hvað heitirðu? Stjarna, sagði kýrin. Má bjóða þér á boxleik í kvöld spurði nautið Stjörnu. Já takk svaraði hún.
Um kvöldið kom nautið og sótti Stjörnu. Nautið var að keppa í boxi og vann og þau tvö komu í fréttunum um kvöldið.
Næsta dag þegar Stjarna ætlaði í skólann spurðu allir hvort að hún gæti leikið. Stjarna skildi ekki neitt í því og spurði af hverju allir vildu leika við hana núna
Dýrin svöruðu að af því hún kom í fréttunum með svalasta nautinu langaði þau til að leika við hana.
Stjarna hugsaði málið og var ekki alveg sátt við þetta svar. Þá kom allt í einu önnur kýr til hennar sem hún þekkti ekki mikið og sagði við hana.
Mér er alveg sama hvort að þú komst í fréttunum eða ert með svalasta nautinu, mér hefur alltaf líkað við þig og fundist þú skemmtileg og því langar mig til að við verðum vinkonur.
Stjarna varð voða glöð og ákvað að hún vildi vera vinkona hennar.
Þessi nýja vinkona hennar hét Skjalda og upp frá þessu urðu þær bestu vinkonur sem aldrei stríddu hvor annarri eða öðrum dýrum.

2011 – Gugga og Sigrún Erla 10 ára Reykjavík.

Sagan af tveimur litlum prökkurum

Einu sinni voru tveir strákar sem hétu Reynir og Bogi. Þeir stálust í sleða jólasveinsins
þegar kertasníkir og stekkjastaur voru að skemmta krökkum á jólaballi. Þeir fóru til jólasveinanna og skoðuðu allt og gáðu
hvað þeir áttu að fá. Hurðaskellir sá þá og passaði að Grýla sæi þá ekki.
Þeir voru orðnir voða svangir og fengu mandarínu hjá sveinka. Svo voru þeir orðnir þreyttir og syfjaðir og
næsta dag fóru þeir fljúgjandi heim í sleða jólasveinanna og komu passlega í steikina á aðfangadagskvöld.

Köttur úti í mýri -Setti á sig stýri – Út er ævintýri – ENDIR – ENDIR – ENDIR

2011. Reynir og Bogi 7 ára frá Sauðárkróki.

Snjókarlinn sem vildi eignast fjölskyldu!

Einu sinni var snjóstrákur sem hét Bergur. Hann átti heima í köldu landi sem hét Norðurpóllinn. Þar átti jólasveinninn heima og fjölskylda hans. Álfarnir höfðu búið Berg til og gefið honum rauðan pípuhatt, röndóttan trefil og svartan staf. Hann stóð á aðaltorgi bæjarins. Bergur átti einn draum um að eignast fjölskyldu. Bergur vonaði að álfarnir hefðu tíma til að búa til fleiri snjókalla. En álfarnir voru uppteknir við að smíða leikföng og tíminn leið og leið. Að lokum rann aðfangadagur upp og jólasveinninn fór af stað með gjafirnar. Allt í einu fór að snjóa, Bergur fékk sting í magann af tillhlökkun. Kannski kæmu álfarnir út að leika en það leið að hádegi og ekkert gerðist. Allt í einu heyrðist söngur og hlátur og álfarnir komu hlaupandi. Draumurinn rættist, Bergur fékk sína fjölskyldu á aðfangadag jóla. Endir

2010 – Birna Hilmarsdóttir 8 ára frá Keflavík. – Takk Birna

Júlía og Júlíana

Einu sinni voru tvær systur. þær hétu júlíana og júlía. Júlíana var mjög þæg, lærði vel, var kurteis og góð við alla. Júlía var svona stelpa sem var komin á gelgjuskeiðið og var alltaf hundfúl og pirruð. Jæja, snúum okkur að sögunni. 

Það var 1. desember og júlíana og mamma hennar voru út í búð að velja jólaföt fyrir fjölskylduna. „Nei, ég held að júlía vilji frekar svartan kjól heldur en bleikan, en ég vil það sem þú vilt elsku mamma mín“ sagði júlíana. „Hvort viltu bleikan, ljósfjólubláan eða rauðan, elskan mín?“ svaraði mamma. „Ljósfjólubláan“ svaraði júlíana. “ Komum og borgum“ svaraði mamma og labbaði í átt að búðarborðinu. „10.000“ sagði afgreiðslukonan. „Gjörðu svo vel, eigðu afganginn“ svaraði mamma og þær löbbuðu út úr búðinni og inn í bíl. 

Þegar þær komu heim öskraði júlía: „farið eitthvert annað en hingað!!!“. „en elskan mín við eigum líka heima hérna“ svaraði mamma „og svo vil ég að þú mátir jólakjólinn sem ég var að kaupa handa þér“. „Ég vil engann jólakjól“ svaraði Júlía. „Allt í lagi en farðu inn í herbergið þitt að laga til og læra“ svaraði mamma þolinmóð. „aaaaaaa!!!!“ svaraði Júlía hljóp inn í herbergi og skellti á eftir sér. 

Svo liðu nokkrir dagar og Júlía fór alltaf ólærð í skólann. Einn daginn, þann 12. desember komu Júlía og Júlíana með einkunnir úr skólanum. Mamma tók á móti einkununum. hún skoðaði hennar júlíönu og sagði: vá frábært hjá þér júlíana, þú munnt örugglega hækka um bekk með allar þessar tíur!“. „já kennarinn var að bjóða mér að fara í 9.! hugsaðu þér að hoppa yfir 2 bekki!!!“ svaraði júlíana. mamma kyssti hana um leið og hún stoppaði júlíu sem var að fara að læðast út. “ þú hinsvegar…“ sagði mamma „þú féllst með 2-3 í öllu. þú ferð beint inní herbergi og kemur ekki fram fyrr en þú ert búin að læra allt sem þú hefur sleppt að læra heima og þú lærir líka fyrir morgundaginn… hei bíddu hvað er þetta?“ það rann lítið bréf úr umslaginu. á bréfinu stóð: kæra guðrún. júlía er búin að falla í öllu og kemur aldrei lærð í skólann. hún verður að bæta sig annars lækkar hún um bekk! mér þykir það leitt! kv. andrea ösp kennari. “ nú skalt þú taka töskuna, fara inn í vinnuherbergi og læra allar bækurnar á meðan ég tek herbergið og fataskápinn í gegn!“ sagði mamma. júlía tók töskuna og fór inn í vinnuherbergi. mamma og júlíana fóru inní herbergið hennar júlíu og tóku það í gegn. þær komu út úr herberginu klukkan 7 um kvöldið með helling af hlutum, fötum, óhreinum fötum og fleira. þær settu þetta inní geymslu og fóru svo inn í vinnuherbergið með fleiri lærdómsbækur og einn bleikann náttkjól. „farðu í þetta og réttu mér fötin þín, haltu áfram að læra, komdu svo að borða fisk þegar ég kalla á þig klukkan svona átta hálf níu svo eftir matinn tekuru bókina englar drottins, kemur fram til mín og lest upp hátt fyrir mig og ferð svo að sofa klukkan 9-10. þú vaknar á morgun klukkan 6, eldhress og breiðir snyrtilega yfir rúmið. ferð í fötin sem ég er búin að velja fyrir þig og setja þau á stólinn, þú kemur til mín, ég geri tvær fastar fléttur í þig, þú borðar hafragraut, tekur skólatöskuna, ferð út í bíl í úlpu, húfu, skóm og vettingum, ég keyri þér og júlíönu í skólann, þú lærir vel, verður kurteis og góð við alla, eftir skóla sæki ég þig og júlíönu og ég sskutla þér í námskeiðið verum kurteis og góð viða aðra. ég sæki þig klukkan 5 og fer með þig heim, þú lærir, borðar, lest og ferð svo að sofa klukkan 9 og vertu þæg til þess að fá eitthvað gott í skóinn, ekki neita þessu!!!“ segir mamma. dagarnir líða og júlía stendur sig betur og betur í skólanum og fær alltaf batra og betra í skóinn. skólinn er búinn og allir eru komnir í jólafrí. það er 21. desember og júlía er búin að vera að safna flöskum. nú fer hún með þær í dósasel og fær 30.000 krónur. hún fer í búðir og kaupir jólagjafir. þetta er listinn: mamma-skartgripir, pabbi-jakkaföt, júlíana-bleikur bolur og stutt gallapils, patti litli frændi-fótbolti, harpa litla frænka-litabók, aldís litla frænka-bók, tryggvi litli frændi-límmiðar og límmiðabók, tryggur hundur-bein, perla hundur-bleikur bolti, hvolpar- dót, andrea kennari-pennar,blýantar og strokleður, hafdís amma og aron afi-mynd af júlíu í myndaramma, linda, aldís og brynhildur stóru frænkur- hálsmen, ari, siggi, óli og andri stóru frændur- verkfæri. hún er búin að kaupa þetta allt en á 15.000 krónur eftir. hún gefur abc barnahjálp, hjálpræðishernum, kirkjunni og þannig pening, hún kaupir meiri bækur handa sér og setur restina í bankann, svo fer hún heim og felur jólagjafirnar í skáp en fyrst pakkar hún þeim inn. hún borðar les og fer að sofa. 22. desember er komin og hún lætur senda jólapakka til skyldmenna sinna og fer svo heim til sín og skreytir jólatréð með mömmu sinni, pabba sínum og systur sinni og lætur daginn líða. 23. desember er í dag og það er þorláksmessa. júlía fer með fjölskyldunni sinni til ömmu og afa. júlía smakkar skötu og finnst hún nokkuð góð. hún fer svo heim með fjölskyldunni sinni að gera piparkökur og skreyta þær og skreyta. svo fer hún að sofa. hún vaknar og fer í föt. það eru margir komnir saman heima hjá henni til að fá möndlugraut. júlía fær möndluna en gefur litlu krökkunum hana. svo fara allir heim. hún fer með fjölskyldunni inn í stofu og sest. svo stendir hún allt í einu upp og öskrar: „gleðileg jól“. þau óska hvor öðrum gleðileg jól og fara að borða. svo fer hún með fjölskyldunni sinni inní stofu og les salminn og þau opna pakka. hún gleymir þessum jólum aldrei. endir.

 2009 – Ólafía Kristný 11 ára Reykjanesbær, Keflavík og Ásbrú. 

Göldróttu jólin

Einu sinni fyrir langa langa löngu var mjög fátæk fjölskylda sem var stelpa, strákur, mamma, pabbi og lítið barn. Þau fengu mjög lítið að borða um jólin og þau fengu oftast bara einn pakka. Litla barnið fékk enga mjólk en svo um nóttina gerðist svolítið þegar jólasveinarnir komu til byggða! Að þeir komu allir í einu. Og í leiðinni komu galdrar. Galdrarnir voru ekki venjulegir galdrar heldur að þeir gáfu fátæku fjölskyldunni góðan mat og barnið fékk mjólk og þau fengu fullt af pökkum. Maturinn var svínakjöt, humar og ís. Svo þegar þau vöknuðu um morguninn voru þau alveg rosalega glöð og það var einmitt 24. desember. Þau borðuðu allt, það var ekkert eftir og pakkarnir voru alveg rosalega flottir. Stelpan fékk Harry Potter mynd og strákurinn fékk Lord of the Rings mynd og litla barnið fékk snjókarlaseríu. Mamman fékk hanska til að nota til að taka heitt út úr ofninum og pabbinn fékk verkfæri. Svo var tími fyrir stelpuna, strákinn og litla barnið að fara að sofa og þau fóru að sofa.

Endir! 

2008 – Jóhanna Lilja Gautadóttir og Viktoría Björnsdóttir, 8 ára, Borgarnesi 

Stelpan sem var úti alein í 13 daga

Einu sinni varlítil stelpa sem hét lilja hún var ljóst flægt hár, brún augu,rifnum kjól og öll skítug. þegar hún var bara 1 árs gat mamma henar ekki anast hana leingur svo hún skildi hana eftir í hvítu skítugu teppi húti í kuldanum hún grét og grét en eingin kom en síðan var skósmiður að labba fram hjá hann hét Emil hann heirði grátin kom og tók lilju upp hún var svöng og köld smiðurinn fór með hana í smiðjuna og gaf heni volga mjólk hann anaðist hana leingi og heni leið vel en þegar hún var orðinn 8 ára gömul þá dó skósmiðurinn og hún fór aftur út í kuldan en það voru 13 dagar til jóla og hún átti ekkert nema brúðu sem skósmiðurinn hafi gefið heni en hún skildi þetta bara ekki hvernig væri hægt að deigja hún grét og grét alla nótina heni var svo kalt á tánum og fingrunum hún labbaði um í snjónum á tánum hún reindi og reindi að fyna einhvern til að annast hana en eingin vildi svona hræðilega skítuga stelpu hún svaf á tröppum og ef hún náði að komast í skjól á einhvejum markaði var heni hent út hún var svo lítil og saklaus eitt sinn hafði kona ein séð hana og gaf heni sjalið sitt konan skírði hana og hét hún þá lilja, lilja var glöð með nafnið og þakkaði konuni fyrir lilja stal eplum og alskins mati frá búða mönum en heni var bara ílt í maganum á því hún reindi að hlía sér með sjalinu sem konan gaf heni en það var allt of þunt hún lá í hvítri mjöll og grét hásöðum henni langaði að fara heim til Emil skósmiðs en hann kom aldrei aftur en á jóladags morgun kom kona sem tók lilju heim til sín lija var soldið smeik og feiminn konan spurði nafns en lilja var alltof feimin þá sagði konan“vertu ekki feiminn“ lilja saði nafn sitt en þegar þær komu hei til konunar tók konan og setti hana í bað, greiddi á heni hárið, seti hana í ní föt en lilja var en soldið feimin en hún lét vaða og spurði hvað konan hét konan sagðist heita Mjöll, mjöll spurð hvort lilja vildi gista lilja kínkaði kolli konan filgdi heni í rúmið það var hlít og mjúgt Lilja sofnaði strax en næsta morgun sagði konan heni að seigja heni alla söguna Lilja sagði heni alla söguna og eftir það átti hún heima hjá Mjöll og þær lifðu leingi og vel alla ævi.

ENDIR

2008 – Kristín

Eyrún og jólin

Eyrún vaknaði við gelt í Settu tíkini hennar. Eyrún labbaði inn í eldhús. Jökull, yngri bróðir hennar var að fóðra fiskana og mamma hennar var að hella upp á kaffi. Góðan dagin sagði Eyrún og leit á dagatalið. Það var 22. desember aðeins tveir dagar til jóla. Komdu og fáðu þér morgunmat, sagði mamma hennar. Eyrún settist við borðið og smurði ristað brauð, hún leit í kringum sig og dáðist af jólaskeytingunum. Englar, jólasveinar, hreindýr og óróar voru um allt hús og það var orðið mjög jólalegt, það vantaði bara jólatréð. Sjáiði hvað ég fékk í skógin! Jökull kom á harðaspretti. Ég fékk geimflaug! Þetta er ekki geimflaug, sagði Eyrún, þetta er þota. Hvernig veist þú það, sko þótt þú sért 10 ára og ég 4 ára þá er ég sko bara miklu klárari enn þú, hrópaði Jökull. Þetta er þota geimflaugar eru ekki svona í laginu, sagði Eyrún. Ó jú mínar geimflaugar, en hvað fékkst þú í skóginn? Já, ég gleymdi að gá, sagði Eyrún og þaut inn í herbergi. Hún leit í skóginn og í honum var geisladiskur. Já! hrópaði hún. Nýjasti diskurinn með Kelly Clarkson, uppáhalds söngkonunni hennar. Hún setti diskinn í geislaspilaran sinn. Ætlaru ekki að bursta tennurnar? Mamma hennar kom inn. Ó! Ég gleymdi því! Hún fór inn á bað burstaði vandlega í sé tennurnar og greiddi sér um hárið. Klukkan eitt fór hún til Rebekku vinkonu sinnar og þær fóru út og gerðu snjókarlafjölskildu og svo bjuggu þær til snjóhús. Þær fóru inn og fengu sér kakó og snúða. Um kvöldmatarleitið kom Eyrún heim. Hvað er í matinn? Spurði hun pabba sinn sem var nýkomin úr vinnuni. Mjólkurgrautur, sagði hann og brosti. Allt í lagi, sagði Eyrún og settist við borðið. Eftir kvöldmatinn fór hún að horfa á sjónvarpið með mömmu og pabba. Þau horfðu á “Gaman með Jóla” það var jólasveinn sem var að segja jólasögur, gátur,brandara og í lokin söng hann jólalög. Eftir þáttin fór Eyrún að bursta tennurnar kyssti mömmu og pabba góða nótt og sofnaði í rúminu sínu. Daginn eftir var þorláksmessa og þau skreyttu alltaf jólatréð þá. Hún gáði í skóginn sinn og í honum var fallegt hásmen, hún setti það á sig glöð í bragði og fór fram. Hún settist við borðið og bauð mömmu góðan daginn. Hvað ertu með um hálsinn? Spurði mamma hennar. Ég fékk þetta í skóginn, sagði Eyrún glöð. Er pabbi strax farin að sækja jólatréð? Já, hann vaknaði svo snemma. Í sömu andrá kom hann inn með ekkert tré. Hvar er tréð? Spurði mamma Eyrúnar. Öll tréin voru uppseld, sagði hann dapur. Nei það getur ekki verið, ef það er ekkert jólatré hvar eiga þá pakkarnir að vera og… Vertu róleg sagði mamma hennar við finnum jólatré það hlítur að vera einhver eftir. Jökull kom fram og var mjög ánægður með Spiderman kallin sem hann fékk í skóginn. Sjáiði hvað ég fékk! Er eitthvð að, spurði hann þegar hann sá alla vera dapra. Öll jólatrén voru búin, sagði Eyrún. En það eru ekki jól ef það er ekki jólatré.

BANK!BANK!BANK! Það var baknað að dyrum. Jökull opnaði dyrnar og þar var afi þeirra með fallegt og mátulega stórt jólatré. Vantar ykkur jólatré, ég pantaði eitt jólatré hjá sölunni sem er hér fyrir utan bæinn en ég fekk send tvo svo mér datt í hug hvort ykkur vantaði ekki eitt tré. Takk fyrir! sagði mamma okkur vantaði einmitt eitt svona stykki. Ég kom nú líka með nokkrar jólagjafir handa ykkur og tók tvo stóra pakka upp úr poka og svo tvo litla líka. Hann óskaði þeim gleðilegra jóla og fór svo heim. Jæja, eigum við ekki að skreyta tréð? Spurði pabbi. Já! hrópuðu Eyrún og Jökull samtaka. Daginn eftir var aðfangadagur og krakkarnir fóru í jólabað og fóru í jólafötin. Klukkan sló sex og þau borðuðu jólamatinn af bestu list. Svo opnuðu þau pakkana.

2008 – Lilja Gestsdóttir 10 ára. Dalvík

Grýla

Grýla er kannski hræðilega ljót en hún er löngu hætt að borða börn og gerir ekki flugu mein. Reyndar langar hana voðalega mikið að kinnast ykkur en það eru allir svo hræddir við hana að hún er löngu hætt að koma til byggða. Ég skal segja ykkur frá því þegar Grýla skrapp til Reykjavíkur um dagana. Hún tölti bara niður í miðbæ í rólegheitunum
og ætlaði í eitt skiptið fyrir öll að fara á hárgreiðslustofu og fá flotta klippingu. Hún fann ágætis hárgreiðslustofu og þrammaði inn. Það var uppi fótur og fit þegar Grýla kom inn og allir hlupu í felur nema lítil, horuð hárgreiðslukona. Grýla settist í stólinn og bað konuna að greiða hárið á sér og snyrta það aðeins. Þegar konan ætlaði að greiða þennan hárlubba brotnaði burstinn af því að hárið á Grýlu er eins og ryðguð víraflækja. Konan sagðist því miður ekki geta hjálpað henni svo Grýla varð að fara út af hárgreiðslustofunni enn úfnari en áður.Grýla greyið var svolítið hnuggin en ákvað að fara bara í búðina við hliðina og kaupa sér ný föt. Þegar Grýla kom þangað inn fann hún vatnsgreiddan mann sem var víst afgreiðslumaðurinn. Grýla bað manninn að sýna sér föt af sinni stærð en maðurinn sagði að það væru ekki frammleidd svo stór föt. Grýla var nú orðin mjög niðurdregin og ætlaði að halda heim en Grýla ætlaði fyrst að kaupa sér ís til að hressa sig við. Grýla fékk ís og hresstist talsvert við það. En þegar hún tölti gegnum torgið urðu allir hræddir við Grýlu og hlupu eins og fætur toguðu í allar áttir. Þegar Grýla var komin heim ákvað hún að fara ekki til byggða aftur nema í algörri neyð. Svo þannig fór það og Grýla hefur ekki sést síðan. Nú vitið þið allt um ferðir Grýlu til byggða og ég vona að ykkur hafi líkað þessi saga og þið skulið muna að þetta er dagsatt. Ég vona að þið eigið gleðileg jól og ég von að Grýla eigi líka gleðileg jól.
Endir.

2008 – Glódís Ingólfsdóttir Vopnafirði

Óþekki kettlingurinn

Einu sinni var óþekkur kettlingur sem hét Snælda. Hún var fallegur svartur kettlingur með pínulítinn hvítan punkt á nefinu. Eigandi hennar var lítil stelpa sem hét Ronja.Það voru jól og Snælda fór út að leika sér í hvíta teppinu. Hún skemmti sér svo vel að hún gleymdi sér og ráfaði niður í bæ. Það var að dimma og Snælda villtist.Skyndilega birtist skær rönd á himninum og lenti hinum megin á götunni, það var jólasveinninn. Snælda mjálmaði, jólasveinninn sneri sér við til að gá hvað var um að vera af því að Snælda mjálmaði svo rosalega hátt. Jólasveinninn gekk í áttina að hjálparvana kettlingnum og stráði jóladufti á hana svo að Snælda gæti skilið hann og hann gæti skilið hana. “Vandamál mitt er” byrjaði jólasveinninn, “að ég finn ekki réttu húsin fyrir réttu gjafirnar”. Snælda varð hissa, mannvera var að tala við hana, það gat ekki passað. “Svo þú vilt að ég hjálpi þér að rata um hverfið?” spurði Snælda. “Já, takk” svaraði káti maðurinn. Þegar verkinu var lokið þurfti Snælda bara að hnerra til að ná duftinu af, síðan hjálpaði káti karlinn Snældu heim.

ENDIR

2008 – Eftir Ronju Valey, 9 ára

Englasagan mín

Vertu hjá mér litli Engil sofðu hjá mér í alla nótt. Passaðu mig vel svo að enginn ræni mér. Engill vertu hér hjá mér meðan ég sofna (rótt í alla nótt) Þú ert bestur fyrir mér og vini mína. Englar passa mann og aðra hann er svo góður að þú getur ekki haft neinn annan betri en Engilinn okkar.En við eigum að vera góð við hvort annað á jólunum. Allir fá þá eitthvað sem maður gleðst útaf.

2005 – Súsanna Svansdóttir 10 ára Dalvík

Jólablaðið

Ég heiti Kristín, ég ætla að segja sögu sem gerðist í leit að efni fyrir jólablaðið.

En við skulum ekki sóa tíma, við skulum byrja!“Jæja Kristín, hér er verkefnið þitt.” Sagði ritstjórinn okkar þegar hann var að láta litlu blaðamennina fá verkefnin sín.“JESS!” Heyrðist í einum blaðamanni, “ÉG FÉKK JÓLAHALD Í ALDANNA RÁS!”Allstaðar heyrðust stunur eða hróp af gleði eftir því hvernig verkefni þau höfðu fengið. Ég leit á blaðið mitt; þar stóð stórum stöfum að: Ég ætti að…“Þetta hlýtur að vera grín!” Hvíslaði ég, “það eru ekki til neinir jólasveinar!” Á blaðinu stóð: TAKA VIÐTAL VIÐ JÓLASVEIN. Ég gekk að ritstjóranum, “fyrirgefðu; en þetta HLÝTUR að vera grín! Hérna stendur að ég eigi að taka viðtal við jólasvein!”Hann brosti breitt, “Jú mikið rétt, er ekki bara jólasveinn inn í okkur öllum?!” Hann flissaði, honum fannst þetta greinilega mjög fyndið Ég sá að ekki var við þokað og fór heim til þess að skoða stöðu mála aðeins betur. Úff, það er víst ekkert annað í stöðunni en að fara til Noregs, og hitta jólasveininn þar, því eins og allir vita er hann jú til í alvörunni! Búið að taka sjónvarpsviðtal við hann og allt! Viku síðar…Bank, bank, bank. Ég var fyrir utan stórt hús í Noregi þar sem sjálfur norski Jólasveinninn býr!Það er opnað, roskin kona drífur mig inn, segir að það sé ekkert vit í mér að vera standandi þarna út í kuldanum! Það var nú kominn desember! Ég gæti fengið lungnabólgu! Þegar hún er búin að láta mig setjast niður við fornfálegan arinn lætur hún mig fá heitt kakó og kleinur með, sjálf sest hún makindalega í stólinn á móti mér. “Jæja, hvert er svo erindið?” Ég hrekk við, ég hafði verið svo upptekin af kakóinu mínu. “Ég var að velta fyrir mér hvort ég mætti taka viðtal við norska Jólasveininn, hann býr hér er það ekki?” “Jú mikið rétt hann býr hér, en því miður getur þú ekki fengið að tala við hann, það er allt á fullu núna af því það er kominn desember.” Ég verð vægast sagt vonsvikin og þakka konunni fyrir ómakið og góðgætin og fer á hótelið þar rétt hjá. Ég hugsa mikið um hvað ég eigi að gera inn á hótelherberginu og loksins dettur mér í hug Santa Claus, feiti, rauðklæddi jólasveininn sem býr á Norðurpólnum og sóa engum tíma heldur fer strax niður á höfn til þess að ná næsta skipi til Norðurpólsins. Ég er komin á Norðurpólinn, það er ískalt en ég þrauka þó og labba áfram gegnum hríðina. En viti menn þarna blasir við stöngin sem lítur út eins og brjóstsykursstöng og táknar að maður er kominn á yfirráðasvæði Santa! Ég labba upp á hæðina sem stöngin stendur á, og þegar upp kemur blasir við; JÓLAVERKSTÆÐI SANTA CLAUS! Ég labba að stærsta húsinu þar sem situr lítill álfur við móttökuborð. “Welcome to the North Pole, Santa’s workshop, please state your business” segir álfurinn smárri röddu. (Fyrir þá sem ekki skilja ensku: “Velkomin á Norðurpólinn, verkstæði Jólasveinsins, vinsamlegast greinið frá erindi þínu”) Ég svaraði á ensku en ég ætla samt að skrifa það á íslensku: “Ég vil fá að taka viðtal við Jólasveinin, fyrir skólablaðið.” “Því miður, en það er ekki hægt. Sveinki er búinn að banna öll viðtöl við sig.” Sagði álfurinn. Þetta á að vera stutt saga þannig ég ætla ekki að rekja fyrir ykkur allar tilraunirnar til að taka viðtal við jólasveina allstaðar í heiminum, en ég fór sem sagt til þeirra allra og allir sögðu nei út af mismunandi ástæðum. Ég var komin aftur heim til Hóla, án þess að vera búin að taka viðtal við neinn. Og það var kominn 23. des.! Skiladagur átti að vera á morgun! Þetta er hræðilegt! Hugsaði ég með mér. Þegar….. Mér datt skyndilega í hug að….. Taka viðtal við ÍSLENSKU jólasveinanna! En hvar búa þeir? Mér var einhvern tíman sagt að þeir byggju í fjöllunum, er það rétt?Ég vissi það ekki, þannig ég ákvað að reyna labba bara upp í Hólabyrðu og gá hvort þeir væru þar! Ég var í Gvendaskál, það var ískalt og það gnauðaði í vindinum. Allt í einu heyrði ég glaðlegt raul koma skammt frá mér, ég ákvað að skoða þetta betur. Ég labbaði upp að stórum stein og lagði eyrað við hann, og viti menn! Það heyrðist betur, hljóðið hlaut að koma úr steininum! Ég ákvað að þreifa fyrir mér og gá hvort það væru nokkuð dyr á steininum. Allt í einu snertu frosnu fingurnir mínir heitan blett og; steininn lét undan! Ég datt inn í hann og um leið lokuðust dyrnar, ég reyndi að opna þær en þær voru fastar! Svo tók ég eftir dyrum öðrum megin og opnaði þær, en ég var ekki fyrr búin stíga inn, að fótunum var kippt undan mér! Ég rann lengi, lengi niður rennibraut sem var þarna, en loksins datt ég niður á mjúka dýnu. Ófrýnileg andlit störðu niður á mig. Einn alveg rosalega mjór spurði; “Hvað ertu að gera hér?” Ég svaraði stamandi; “ég ætlaði bara að taka viðtal við jólasvein!” Annar svaraði; “Þú verður fyrst að spyrja Kertasníki hvort þú megir taka viðtal, ef hann þá hleypir þér burt!” Hleypir mér burt, auðvitað hleypir hann mér út hugsaði ég, hann VERÐUR að gera það! Allt í einu kom valdsmannslegur jólasveinn inn, hann hafði vax slettur út um allt á sér. “Hver ert þú, og hvað ertu að gera hér?” spurði hann, skipandi tóni. “Ég? Ég er bara Kristín að reyna finna jólasvein til að taka viðtal við fyrir Jólablaðið!” “Humm, við leyfum aldrei neinum sem koma hingað inn að fara aftur, NEMA, þú segir nöfnin okkar og í hvaða röð!” FJÚKK! Þetta átti ég að kunna! Og þá byrjaði ég að þylja upp nöfnin:“ Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur,” ó nei! Ég mundi ekki hver sá næsti var! En bíddu nú við, þeir voru allir búnir að raða sér í röð og næsti jólasveininn var mjór eins og girðingastaur! Það gat bara verið einn. “Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir,” úúps! Ég var búin að gleyma aftur hver kom næst, en hann var svo rosalega feitur, karlinn sem kom næst, það hlaut því að þýða; “Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir!” “Mikið rétt! Það eru ekki margir sem hafa getað þetta. En við leyfðum þeim samt að fara, þetta með að geta ekki fara aftur út er bara smá grínJ” “JESS!” Hrópaði ég! “Má ég þá taka viðtal við þig?” “Jájá, það máttu gjarnan!” Ég tók viðtal við hann og það var annsi viðburðaríkt, en ég ætla ekki að fara rekja það fyrir ykkur því að þessi saga er orðin nógu löng, máske birti ég viðtalið fyrir næstu jól!J Þegar ég kom samviskusamlega á Aðfangadagsmorgun til Ritstjórans og rétti honum viðtalið, féll andlitið á honum og hann vissi ekki hvað af honum stóð veðrið! “Hva, hva” stamaði hann. “Er ekki bara jólasveinn inn í okkur öllum?” sagði ég við hann og brosti undurblítt.

2005 – Kristín Kolka 11. ára 

Jólaóskin mín

Einu sinni var 7 ára stelpa sem hét Rósa og hún óskaði þess að hún mundi fá kettling í jólagjöf .Þegar jólin komu fékk hún skrítin pakka, það kom skrítið hljóð frá pakkanum og þegar hún opnaði pakkan stökk lítill kettlingur upp úr honum.

Mamma og pabbi sögðu GLEÐILEG JÓL og Rósu leið mjög vel. Endir.

2005 – Ingunn Rós Kristjánsdóttir 7 ára , Ísafirði

13 jólasveinar

Einu sinni fyrir langa langa löngu voru margir margir Jólasveinar til allrir voru vondir nema 13 jólasveinar þeir voru góðir Jólasveinar og eru en til og gefa góðum krökkum í skóin. ENDIR

2005 – Sóley Adda Egilsdóttir

Rúdolf og Orabusa

Í Vatnalandi var stelpa sem hét Orabusa Láfélssdóttir.
Það var 2 Desember og hún var að baka með mömmu sinni og pabba sínum .Henni fanst það gaman.Henni hlakkaði til jólanna. Eitt kvöld um Desember var hún að fara að sofa þá sá hún eitt hvað hún fór út og þá sá hún að það var Rúdólf hún söng Rúdólf með rauða trínið fyrir hann hún bauð honum inn til sín.Núna vaknaði Orabusa með Rúdólf hjá sér það var 24 Desember nú biðu Orabusa og Rúdólf eftir að klukkan yrði 6 nú loksins er klukkan 6 Rúdólf og Orabusa fóru að borða og nú opnuðu þaug jóla pakka en Rúdólf fékk líka pakka frá ömmu,afa,mömmu,pabba o.f.l. það var gaman á jólunum hjá þeim.

Endir.

2005 – Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir 10 ára Innri-Njarðvík

Jólasveinninn

Einu sinni fyrir langa löngu var jólasveinn á leið til byggða með fullan poka af jólapökkum. Allt í einu kom mjög vont veður og pokinn fauk út í veður og vind.Jólasveinnin vissi ekkert hvað hann átti gera og settist niður og fór að gráta.Þá kom Leppalúði pabbi hans og huggaði hann og sagði að þetta yrði allt í lagi þeir myndu finna pokann.Allt í einu lagaðist veðrið og þeir fundu pokann með öllum gjöfunum.Jólasveininn varð mjög glaður og lagði af stað niður fjallið með pokann.Allar gjafirnar komust á sinn stað og allir urðu mjög glaðir ENDIR

2005 – Freyja Örvarsdóttir 8. ára Þórshöfn.

Hér á eftir að bæta inn fleiri sögum - 08-6 skjalið

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is