Jólamyndin „The Snowman“ (1982) er gerð eftir sögu breska teiknimyndahöfundarins Raymond Briggs. Bókin kom út árið 1978 er klassískt ævintýri um snjókarl.
Teiknimyndin var gerð fyrir sjónvarp , hún vann til Bafta-verðlauna árið 1982 og var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Ævintýrið um Snjókarlinn fjallar um ungan dreng sem vaknar að morgni eftir snjómikla nótt, býr til snjókarl sem vaknar svo til lífsins. Það er ljúf orka og góð tilfinning sem fylgir þessari dásamlegu mynd þar sem við sjáum m.a. hvali og mörgæsir og upplifum undursamlega flugferð.
Teiknimyndin fór fyrst í loftið á öðrum degi jóla í Bretlandi árið 1982 og hefur verið sýnd á hverju ári síðan.
Dianne Jakcson leikstýrði myndinni en John Coates framleiddi hana. Í myndinni hljómar lag Howards Blake, Walking in the Air, sem kórdrengur úr St. Paul’s Cathedral, Peter Auty, syngur
Á Jólavef Júlla getur þú horft á myndina í heild sinni – Hér