Jólavefur júlla

Flokkur: Jól

Jólavefur Júlla, Jól, Jólakort, Jólavættir, Jólaboð, Jólasögur, Jólamatur...og endaulaust jóla.

  • All Post
    •   Back
Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir, snyrtistofur, veitingastaðir og fleira með opið milli kl. 17 – 21. Salka Kvennakór með POP UP Kaffihús í Bergi, Karlakórinn kemur við á nokkrum stöðum og tekur lagið, kynningar og fleira. EINU SINNI VAR Gallerý – Markaður á 2 hæð Kaupfélagshússins tekur…

Jólakveðja frá Mehamn 71°02′08″N 27°50′57″E 

23. desember, 2023

Ég flutti til Noregs 2009 og hef búið í Mehamn sem er á nyrsta odda evrópu á fastlandinu.  Hér bý ég með tveim strákum 13 og 8 ára.  Hérna búa um 800 manns, en í sveitarfélaginu eru um 1100 íbúar. Núna er mörketid hjá okkur, frá nóvember til febrúar kemur sólin ekki upp, en það birtir samt aðeins, en meira…

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð. Þetta er skemmtilegur og algerlega ómissandi túr. Önnur fjölskyldan sækir 4 metra rauðgreni fyrir ofan veg en hin fjölskyldan örlitið minna furutré fyrir neðan veg. Heitt súkkulaði með rjóma og smákökur bragðast einhvern veginn betur i jólaskóginum og á meðan er…

Jóla – Snjór – Kveðjur – Kort – stemning

22. desember, 2023

Með þessum jólasnjósmyndum sem voru teknar á Dalvík í ljósaskiptunum í dag á þessum dimma degi á vetrarsólstöðum minnir Jólavefur Júlla á að lestur jólakveðja á RÚV – Rás 1 hefjast kl. 20 í kvöld föstudag 22.12 2023.. og einnig minnir Jólavefurinn á að á morgun Þorláksmessudag taka jólasveinarnir við kortum í Dalvíkurskóla milli kl. 13 og 16 . Á…

Eiríkur , Styrmir Steinn og Kristín Valsdóttir.

22. desember, 2023

Ég heiti Kristín Valsdóttir og er fædd og uppalin á Dalvík. Frá því í byrjun árs 2016 hef ég búið í Cuxhaven, í norður Þýskalandi með eiginmanni mínum Eiríki Páli Aðalsteinssyni. Saman eigum við Styrmi Stein, tveggja ára, sem unir sér vel á þýskum leikskóla og spjallar við ömmur og afa í gegnum símann til þess að læra og viðhalda…

Jólin á Símstöðinni á Dalvík.

20. desember, 2023

Ragnheiður Valdimarsdóttir Jólaskraut á mínu heimili á sér flest sögu, vekur minningar og gefur hlýju í hjartað. Eitt jólaskrautið í kassanum á þó alveg sérstakan stað í mínu hjarta sökum minninganna sem það dregur fram og það er jólaprýði póstsins, gyllt skraut sem Pósturinn gaf út nokkur ár í röð í mismunandi útgáfum og við hengjum í gluggana okkar ár…

Dásamlegur jólagluggi á Akureyri.

15. desember, 2023

Í kjallara Hafnarstrætis 88 á Akureyri  er afar fallegur og jólanostalgíulegur gluggi. Innsetningin er verk Brynju Harðardóttur Tveiten myndlistarkonu og systur hennar Áslaugar Harðardóttur Tveiten öðru nafni Fröken Blómfríður.

Jólastjörnurnar okkar.

14. desember, 2023

Jólastjarnan hefur verið valin frá árinu 2011 í tengslum við jólatónleika Björgvins Halldórssonar – Jólagestir Björgvins. 10 börn 14 ára og yngri eru valin úr hundruðum umsækjenda og einn hlýtur titilinn Jólastjarnan hvert ár. Börnin 10 taka svo öll þátt í tónleikunum. Í ár kom sigurvegarinn frá Dalvík, í 10 manna hópnum í ár voru tvö börn úr Dalvíkurbyggð, sigurvegarinn…

Jólasveinarnir á svölum Kaupfélagshússins.

10. desember, 2023

Í dag 10. desember kl 14 koma jólasveinarnir á svalir gamla Kaupfélagshússin á Dalvík. Jólasveinarnir hafa komið á svalir Kaupfélagsins á Dalvík í tugi ára, ég er ekki búinn að fá það á hreint hvenær þeir byrjuðu, síðustu upplýsingar sem ég hef, er að þeir hafi byrjað fyrir 1960

Jólasaga Dickens

7. desember, 2023

Jólasaga Dickens – Christmas Carol er ein kunnasta jólasaga veraldar, en boðskapur hennar er sígildur og á alltaf við. Jólasaga Dickens kom fyrst út 19. desember 1843 með teikningum eftir John Leech. Charles Dickens kallaði söguna lengi vel „litlu jólaskrudduna“, en bókin varð strax happasæl og seldist í yfir sex þúsund eintökum fyrstu vikuna, sem kom sér vel fyrir buddu…

Fleiri færslur

  • All Post
  • Dalvík
  • Jól
  • Matur
  • Veður
Jólaminningar miðaldra Dalvíkings

17. desember, 2023

Pálmi Óskarsson Dalvíkingur og læknir á Akureyri rifjar upp jólaminningar frá uppeldisárum sínum á Dalvík. Birtist í DB blaðinu…

Janúar spá Veðurklúbbsins 2024

11. janúar, 2024

Veðurklúbbur Dalbæjar​​​​​​ 10. janúar 2024Að þessu sinni var fundur klúbbsins haldinn óvenju seint eða 10. janúar. Fundurinn var haldinn…

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is