Jóla og hátíðarkveðja til ykkar allra.

Jóla og hátíðarkveðja frá Jólavef Júlla til ykkar allra.

Aðfangadagsmorgun, fjórði sunnudagur í aðventu 2023

Það snjóar og það er jólalegt en svalt úti, inni er hlýtt og líka jólalegt, gólfið fengið Þorláksmessukvölds extra vönduðu skúringuna og hvolpurinn á gamla jólaskrautinu kinkar kolli og brosir. En það snjóar líka í sumum hjörtum og það snjóar bara og snjóar eins og segir í texta Braga Valdimars. Hugsum hlýtt til allra, við vitum lítið um hvað er á bakvið andlitsmynd hvers og eins. Það er gott að setjast niður  við kertaljós og senda vinum, vandamönnum og þeim sem þið þekkið ekkert eða lítið fallegar hugsanir og biðja allar góðar vættir um að ljósið komi hlýtt, glatt og bjart og bræði snjóinn.

Jólavefurinn þakkar þeim sem  hafa af miklum hlýhug styrkt flutning og uppfærslu á vefnum nú í haust nú er rúmlega helmingur af kostnaðinum kominn sem er frábært.  Það er ótrúlegt að einhver, jafnvel sem maður þekkir lítið eða alls ekkert ýti á hnappinn styrkja Jólavefinn. Jólavefurinn sendir einnig þakkir til þeirra sem hafa aðstoðað, sent efni og pistla en umfram allt þakkir til ykkar kæru gestir.  

Jólavefurinn sendir ykkur hugheilar jóla og nýárskveðjur hvar sem að þið eruð stödd, megi þessi dagur gefa ykkur allt það besta sem hann býður uppá hvar sem þið eruð stödd í heiminum, lífinu, eða trúnni. Megi nýtt ár færa ykkur raunsanna hamingju, ánægjulegar samverustundir, ástrík augnablik, góðan mat, ótal símalausar stundir, mikið af útivist og að heilsa ykkar allra verði góð.

Jólin eru tími gleði, ljóss, friðar, vináttu, góðverka og manngæsku . Töfrar þessa tíma gera það að verkum að við stöldrum við og erum opnari fyrir hjálpsemi og náungakærleik.  Bara ef  það góða sem einkennir jólatímann  gæti flætt yfir á fleiri daga á árinu.

Lifi ljósið, ljósið mun ávallt sigra myrkrið.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir,…

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024/

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir, snyrtistofur,…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is