True Detective – Dalvík breytt í Ennis

Það er komið að því – Stöð 2  í kvöld mánudaginn 15. janúar 2024. Þáttur 1 af 6 kl. 20.50

Dalvík breytt í Ennis sem er bær í Alaska, Íbúar Dalvíkurbyggðar í hringiðu Hollywood. Um eða yfir 450 manns voru hér í tengslum við verkefnið

Í upphafi árs 2023 var mikið um að vera á Dalvíkinni Hafnarbrautinni var breytt í leikmynd, þar og víðar annarstaðar í bænum var hluti af  þáttunum Night Country sem er fjórða þáttaröðin í sakamálaþáttunum True Detective tekin upp. Stórleikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster fer með aðalhlutverk þáttanna og leikstýrði einnig. Framleiðslukostnaður þáttanna var um ellefu milljarðar króna. Þetta verkefni er langstærsta upptökuverkefni sem hefur farið fram á íslandi eða allt tíu sinnum stærra en önnur týpísk verkefni fyrir erlenda aðila em hafa verið unnin hér.

Night Country er fjórða þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta frá HBO.  Sögusviðið er smábærin Ennis í Alaska ( Dalasaka /Dalvík) og harðgerð vetrartíð er skollin á. Átta menn hafa horfið sporlaust frá Tsalal Arctic rannsóknarstöðinni og lögreglukonurnar Liz Danvers (Jodie Foster) og Evangeline Navarro (Kali Reis) sjá um rannsókn málsins. Þær þurfa að grafa upp óhugnaðinn sem leynist undir yfirborði víðfeðms íssins og ásamt því, að horfast í augu við myrkrið innra með sér.
Pósthúsinu á Dalvík var til að mynda breytt í lögreglustöðina í Ennis og í sama húsi var einnig tannlæknastofa „ Ennis Midtown Dental“  Gamla bragganum við Bílaverkstæði KEA á Sandskeiði var breytt í áfengisverslun, Pizzastaðurinn Tomman fékk  yfirhalningu en þar var „Don Juans“ Mexíkóskur pizza og veitingastaður og kirkjugarði komin fyrir viðs jíonn á Sandskeiði.

Það voru gerðar heilmiklar breytingar á götumyndinni í Hafnarbraut og oft var þar mikið „action“  það voru settir upp gamaldags rafmagnsstaurar , fullt af nýjum fyrirtækjum og farartækjum bættist við og allt jólaskreytt. Þættirnir gerast að nóttu til í kringum jólahátíðina, í snjó, myrkri ,kulda og og trekki.  Í Gamla frystihúsinu voru skrifstofur, aðstaða fyrirtæknimenn, leikmuna deildin, smíðaaðstaða og fleira. Það var tekið upp á skautasvellinu við Stórhólstjörn, Böggvisbraut ,  í Skógarhólum, Sandskeiði, Grundargötu, Skíðabraut, austur á sandi og víðar.

Íbúum Dalvíkurbyggðar þótti þetta verkefni afar spennandi og tóku þátt með ýmsum hætti, sumir voru með hlutverk, fjöldi iðnaðarmanna og verktaka voru með stór verkefni, verslanir og þjónustuaðilar sömuleiðis. Það er gaman að segja frá því þeir sem komu hingað og unnu hér kannski í þrjá mánuði létu afskaplega vel af allri aðstöðu, þjónustu, viðmóti  og þjónustulipurð íbúanna.  

„Það er hreint út sagt frábært að vera hérna á Dalvík, allir íbúarnir taka vel á móti okkur og leggja sig fram um að gera alla vinnu sem þægilegasta. Sömu sögu er að segja um sveitarfélagið og öll fyrirtæki, sem voru boðin og búin til að greiða götu okkar á allan hátt. Við segjum stundum að gamni að smábærinn sé í Dalaska en ekki í Alaska, sem undirstrikar hversu heppin við erum með alla aðstöðu hérna á Dalvík,“ sagði verkefnastjóri True North sem framleiddi þættina“ Jodie Foster lét hafa eftir sér við heimamenn að henni þætti bærinn mjög fallegur og sjarmerandi.

Það var haft á orði að heimamenn í Dalvíkurbyggð væru greinilega vanir að taka að sér stór verkefni og kynnu það vel að taka á móti mörgum gestum, aldrei vesen bara verkefni til að leysa.

Það er gaman að segja frá því að árið 1980 var strax komin örlítil tenging við Jodie Foster hingað til Dalvíkurbyggðar. Það ár lék Jodie Foster í kvikmyndinni Carny ásamt engum öðrum en heimamanninum Jóhanni Kristni Péturssyni eða Jóhanni Svarfdæling. Heimurinn er oft ansi lítill og skemmtilegar.

Myndirnar tala sínu máli, myndir birtar með leyfi ljósmyndaranna. TAKK Soffía og Friðrik.

Friðrik Vilhelmsson, Soffía Kristín Höskuldsdóttir og Júlíus Júlíusson

Þáttaseríur 1- 3 af True Detective eru allar aðgengilegar á Stöð 2+ og okkar þáttaröð sú fjórða-  Night Country kemur þar inn jafnt og þétt næstu 6 vikurnar.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is