10. desember

Í dag 10 desember, annan sunnudag í aðventu koma Jólasevinarnir á svalirnar á Kaupfélagshúsinu á Dalvík.

Jólasveinarnir hafa komið á svalir Kaupfélagsins á Dalvík í tugi ára, ég er ekki búinn að fá það á hreint hvenær þeir byrjuðu, síðustu upplýsingar sem ég hef, er að þeir hafi byrjað fyrir 1960. 

Jólasveinarnir mæta alltaf kátir og hressir um miðjan desember ár hvert með XXX í poka, fara upp á svalirnar, segja sögur og syngja öll jólalögin, allir taka undir, stórir sem smáir þegar söngnum líkur þá koma þeir niður til fjöldans og gefa öllum XXX, XXXXX eru þau bestu sem maður hefur smakkað, svo er  stundum dansað kringum jólatréð, þetta eru dásamlegir kallar, allir sem einn. Það eru margskonar farartæki sem þeir nota blessaðir, fótgangandi, á vélsleðum, snjóbíl eða á dráttarvélum allt eftir árferðinu og færinu í hvert sinn.

Öll svör við spurningunum í dagatalinu er hægt að finna á Jólavef Júlla

icon_05

Hvað er í pokum jólasveinanna ?

Epli
Kakóbaunir
Mandarínur