13. desember
Lúsíuhátíðin er í dag og er hátíð ljóssins og er það tengt við nafn hennar en Lúsia er skylt latneska orðinu „lux“ sem merkir ljós. Það eru sérstaklega Svíar sem halda dag Lúsíu hátíðlegan en siðurinn hefur einnig lifað að einhverju leyti í Noregi. Á síðustu áratugum hefur hátíðar Lúsíu verið minnst víðar á Norðurlöndum, t.d. hér á Íslandi. Á Lúsíuhátíðinni er sunginn texti tileinkaður Lúsíu og talið er að lagið sé sikileyskt þjóðlag. Lúsía gengur fremst í flokki með ljósakrans á höfði en kransinn er tákn hreinleika Lúsíu, sem brúðar Krists. Rauði lindinn sem Lúsían ber um mitti sér er hins vegar tákn sverðsins sem var stungið í háls hennar. Með Lúsíu gengur hópur barna og hafa stelpurnar englahár um mitti sér en strákarnir bera uppmjóan hatt. Samkvæmt sænskum sið ber Lúsía heimilisfólkinu morgunverð. Það byggir á gömlum sögnum um að Lúsía hafi borið kristnu fólki sem hafðist við í katakombum vegna ofsókna, mat. Í Svíþjóð eru bakaðar sérstakar bollur eða Lúsíubrauð (Lusekatter)