17. desember

Krans

Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu.

Aðventukransarnir bera fjögur kerti og er kveikt á einu fyrir hvern sunnudag í aðventunni. Guðspjöll sunnudaganna boða komu Drottins. Logandi kertin merkja komu Krists og aðdragandann að henni. Litur aðventunnar er fjólublár.

Fyrsta kertið er Spámannskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.

Annað kertið er Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesús.

Þriðja kertið er ……………………..sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu frelsarans.

Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.

icon_05

Hvað heitir þriðja kertið á aðventukransinum ?

Hirðakerti
Hirðingjakerti
Hjartakerti