20. desember
Elsta jólasveinamynd úr íslensku riti
Elsta jólasveinamynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs XXXXXXXX árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur gamli maðurinn i. Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu.
Í hvað blaði birtist myndin ?
Vikunni
Mannlíf
Æskunni