21. desember

Eitt lítið jólatré
Jólatréð – Jólasögur Júlla

Jólatréð eins og við þekkjum það er ekki mjög gamalt í heiminum.
Elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum er frá XXXXXXXXXXX á 16. Öld en ekki eru nema tvö hundruð ár síðan síðan farið var að festa kerti á þessi grenitré. Allra fyrstu jólatré munu hafa sést á íslandi í kringum 1850, en þó helst hjá dönskum eða danskmenntuðum fjölskyldum. Algeng urðu þau ekki , fyrr en komið var fram yfir síðustu aldamót.Það er mjög skiljanlegt, af hverju siðurinn festi ekki fyrr rætur á Íslandi. Hér var víðast hvar engin grenitré að hafa, og flestar aðrar vörutegundir hefur þótt nauðsynlegra að flytja inn. Auk þess tók sigling oft svo langan tíma , að örðugt hefði reynst að halda þeim lifandi. Þetta gerðu þó sum félög til þess að halda jóltrésskemmtanir fyrir börn , og milli 1890 – 1900 má sjá auglýst bæði jólatré og jólatrésskraut. Fyrir meira en hundrað árum hafa menn sumsstaðar byrjað á því að búa til gervijólatré. Var þá tekinn mjór staur , sívalur eða strendur, og festur á stöðugan fót. Á staurinn voru negldar álmur eða boraðar holur í hann og álmunum stungið í. Þær voru lengstar neðst, en styttust upp eftir og stóðu á misvíxl. Þær voru hafðar flatar í endann, og á honum stóðu kertin. Venjulega var staurinn málaður grænn eða hvítur og vafið um hann sígrænu lyngi. Síðan voru mislitir pokar hengdir á álmurnar og eitthvert sælgæti sett í þá. Þessi heimatilbúnu jólatré voru mest notuð , þar til fyrir nokkrum áratugum, þegar farið var að flytja grenitré inn í stórum stíl. Á síðustu árum hafa svo íslensk jólatré komið á markaðinn í æ ríkari mæliicon_05

Í hvaða landi voru fyrstu skreyttu jólatrén ?

Suður Þýskalandi
Austurríki
Englandi