5. desember

Sagan gerist í London og fjallar um gamlan nirfil að nafni Ebenezer Scrooge. Scrooge er ríkur og gráðugur viðskiptamaður sem ber enga hlýju til annars fólks, býr einn, heldur ekki upp á jólin, neitar að hjálpa fátæklingum sem til hans leita.
Hann þrælar út skrifara sínum, Bob Cratchit, fyrir lúsarlaun. Jólanótt eina er Scrooge vitjað af draugi fyrrum viðskiptafélaga síns, Jacob Marley, sem segir honum að hann hafi verið dæmdur til eilífrar útskúfunar og kvala eftir dauða sinn þar sem hann hafi stundað sömu iðju og Scrooge.  Marley tilkynnir Scrooge að hann eigi von á heimsókn þriggja anda jólanna sem muni hjálpa honum að bæta ráð sitt og forðast þannig glötun.
icon_05

Hver er höfundurinn ?

Morgan Hunt
Torbjörn Egner
Charles Dickens