7. desember

Á XXXXXX má finna jólasvein sem er kona: La Befana. Hún gefur gjafir á þrettándanum og talið er að nafn hennar, Befana, sé afbökun á heiti þrettándans, Epifania. Samkvæmt þjóðsögu var Befana kona sem vitringarnir þrír heimsóttu þegar þeir voru að leita að Jesúbarninu. Þeir sögðu henni frá barninu og buðu henni að koma með sér til að leita að því, en Befana var önnum kafin við að sópa heimili sitt og sagðist ekki hafa tíma til að koma með þeim. En þegar vitringarnir voru farnir snerist henni hugur og hún hélt af stað að leita að Jesúbarninu. Hún tók með sér sópinn sinn og leikföng handa barninu. Enn hefur hún ekki fundið Jesúbarnið, en hún gefur öðrum börnum gjafir í þess stað.

icon_05

Frá hvaða landi er La Befana ?

Spáni
Ítalíu
Kýpur