8. desember
Snjókarl, hvaðan kom hann ? hver átti hugmyndina ? Hvenær fæddist fyrsti snjókarlinn ?
Fyndinn snjókarl, með húfu eða hatt, með trefil, gulrót sem nef og hnappa eða steina til að hneppa að sér.
Þeir sem elska snjókarla eða hafa gaman af því að búa þá til ókyrrast oft þegar að veðurfræðingar spá góðri snjókomu. Góður snjór er virkilega gott og ódýrt hráefni til að skapa, og kannski eitt af fáum skiptum sem við jafnt fullorðin sem börn sköpum eitthvað í mannsmynd í fullri stærð. Það skemmtilega við að búa til snjókarla, það eru engin aldurstakmörk og það þarf ekki sérstaka kunnáttu, það er engin rétt eða röng aðferð til en það þarf alltaf snjó.
Mögulega er hægt að segja að snjókarlagerð sé mjög gömul list. Það má m.a. finna snjókarla á gömlum jóla og póstkortum, í þöglum myndum og auglýsingum. Það er ómögulegt að segja til um fyrsta snjókarlinn. Sumir fornleifafræðingar telja líklegt að forsögulegt fólk hafi einnig notað snjó til að tákna sjálft sig. Hellamenn notuðu leðju, tré, prik eða kol til að búa til sína list og því ekki snjó.
Öll svör við surningunum í dagatalinu er að finna á Jólavef Júlla.