Jólavættir
Krampus
Þegar kemur að því að reyna að stjórna hegðun barna, þá er jólasveinninn eins konar gulrót, en Krampus er svipan. Krampus er alger andstaða jólasveinsins og lítur jafnvel út eins og djöfullinn sjálfur eða vilt austurrísk skepna, eftir því hvar í Austurríki hann er búinn til og því efni sem fyrir hendi er í búninginn. Krampus kvöld er 5. desember, kvöldið fyrir Nikulásarmessu í Austurríki og víðar í Evrópu. Í fagnaðarlátunum má sjá marga Krampusa á götunum að leita að fólki til að refsa. Hin síðustu ár hefur þessi hefð borist út fyrir Evrópu og í mörgum borgum í Bandaríkjunum er nú haldið upp á Krampus kvöld.
Frú Perchta
Í þjóðsögum frá Þýskalandi og Austurríki er stundum nefnd nornin frú Perchta, sem bæði verðlaunar og refsar á jóladögunum tólf, frá 25. desember til 6. janúar. Hún er best þekkt fyrir hroðalegar refsingar fyrir misgjörðir: hún rífur út ýmis líffæri og setur rusl í staðinn fyrir þau. Greppitrýni frú Perchta birtist stundum í jóla-skrúðgöngum í Austurríki, svipað og Krampusinn. Saga frú Perchta er talin rekja rætur sínar til goðsagna-veru í Ölpunum, náttúru-gyðju, sem annast skógana mest-allt árið, en abbast upp á fólk aðeins um jólin. Í nútíma fagnaði sést frú Perchta, eða náin skyldmenni hennar, oftast í skrúðgöngum á Fastnacht, sprengidegi, hátíð sem haldið er upp á í Ölpunum í byrjun löngu föstu. Það eru hugsanleg einhverjar tengingar á milli frú Perchta og ítölsku nornarinnar La Befana, nema að La Befana er ekki skrímsli – hún er forljót, en góð norn sem skilur eftir gjafir.
Belsnickel
Belsnickel er karl vera úr þjóðsögum frá suð-vestur Þýskalandi, sem lagði land undir fót og fluttist til Bandaríkjanna og lifir góðu lífi í hjátrú Pennsylvaníu Þjóðverja (þeir sem fylgjast með sjónvarpsþáttunum The Office hafa séð Dwight herma eftir honum). Hann kemur til barna rétt fyrir jól í snjáðum tötrum og illa förnum loðfeldum. Belsnickel heldur á svipu eða keyri, sem hann notar til að hræða börn og sælgæti til að verðlauna þau fyrir góða hegðun. Í nútíma heimsóknum er keyrið aðeins notað til að búa til hljóð og vara börn við að þau hafi enn tíma og tækifæri til að vera góð fyrir jól. Svo fá öll börn sælgæti, ef þau biðja kurteislega um það. Nafnið Belsnickel er samsett úr þýska orðinu belzen, sem þýðir að berja og styttingu á nafni heilags Nikulásar. Knecht Ruprecht og Ru Klaas eru svipaðir karakterar úr þýskri þjóðtrú, sem berja óþekk börn svo heilagur Nikulás geti verðlaunað þau góðu með gjöfum.
Hans Trapp
Hans Trapp er enn einn and-jólasveinninn, sem refsar illa uppdregnum börnum fyrir misgjörðir þeirra í Alsace og Lorraine héruðum Frakklands. Þjóðsagan segir að Trapp hafi verið raunverulegur maður – ríkur, gráðugur og illgjarn – sem tilbað Satan og var bannfærður af Kaþólsku kirkjunni. Hann var dæmdur í útlegð og settist að í skóginum, þar sem hann níddist á börnum dulbúinn sem fuglahræða með strá standandi út undan fötunum. Hann var um það bil að éta lítinn dreng sem hann hafði gripið þegar hann varð fyrir eldingu og dó – sem var refsing frá Guði. Hann heimsækir börn fyrir jól enn þann dag í dag, klæddur sem fuglahræða, og reynir að hræða þau til að haga sér vel.
Pére Fouettard
Franska þjóðsagan um Père Fouettard, sem útleggst Svipufaðir á íslensku, byrjaði með illgjörnum slátrara sem sóttist eftir að borða börn. Hann (eða konan hans) plötuðu þrjá drengi inn í kjötbúðina hans, þar sem hann drap þá, hlutaði sundur og saltaði ofan í tunnu. Heilagur Nikulás endurlífgaði drengina og handsamaði slátrarann. Slátrarinn varð Père Fouettard, þjónn heilags Nikulásar, sem hefur það hlutverk að útdeila refsingum til vondu barnanna á degi heilags Nikulásar.