Noma jólaseríurnar

Á fjórða áratug síðustu aldar kom fram á sjónarsviðið sería, sem sló öllum öðrum svo rækilega við, að segja má að engin henni lík hafi verið fundin upp. Perurnar í henni voru afar framúrstefnulegar, minntu einna helst á djúkbox. Ofan á ljósgjafanum sjálfum kom glerstautur með gulum, rauðum, grænum eða bláum vökva og skömmu eftir að stungið var í samband tóku bólur að stíga upp á við í vökvanum. Það var bandaríska rafeindafyrirtækið Noma sem fyrst kom með þessa óvenjulegu jólaseríu árið 1945, skömmu eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Serían var fljótt mög vinsæl og breyddist hratt út á nokkrum árum.Fyrst í stað var miðað við að átta perur væru í hverri ljósakeðju, en þeim fjölgaði þegar árin liðu. Í sumum tilvikum gat fólk líka keypt perur og sett þær í gömlu seríurnar sínar, ef svo vel vildi til að perustæðin voru af réttri stærð. Galdurinn við að láta bólurnar stíga í perunum var að hafa í þeim efni með lágt suðumark. Þegar perurnar í botninum hitnuðu tóku loftbólur að stíga upp á við. Helst þurftu perurnar að standa beint upp til að bólurnar yrðu almennilegar. Jólaseríur sem þessar eru orðnar fáséðar.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is