Ný bók. Gjöf til þín, áritun í Víkurkaup.

Ný bók – Áritun í Víkurkaup mánudag 27. nóvember.
Svarfdælasýsl forlag bætir nú enn einni vandaðri rós í hnappagatið. Óskar Þór Halldórsson frá Jarðbrú Svarfaðardal hefur verið að skrifa sextíu ára sögu byggingarfyrirtækisins Tréverks á Dalvík sem nú er komin út. Bókin heitir Geirneglt – Tréverk 1962-2022. Bókin er um 300 síður og er ríkulega myndskreytt, bæði af gömlum og nýjum myndum. Tréverk var stofnað 1. október 2022. Það er gaman og mjög áhugavert að segja frá því að Tréverk hefur starfað á sömu kennitölunni frá upphafi.

Stofnendur Tréverks árið 1962 voru Dalvíkingarnir Aðalberg Pétursson, Bragi Jónsson, Hallgrímur Antonsson og Ingólfur Jónsson og Sveinn Jónsson í Kálfsskinni. Ingólfur var fyrsti framkvæmdastjóri Tréverks og gegndi starfinu til ársins 1981 en þá tók Bragi Jónsson við og var framkvæmdastjóri í 8 ár, til ársins 1989 er Björn Friðþjófsson, núverandi framkvæmdastjóri, tók við. Auk Björns eru núverandi eigendur Tréverks Guðmundur Ingvason, Ívar Örn Vignisson, Hafþór Gunnarsson, Kristján Elí Örnólfsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson.

Meðal bygginga á Dalvík sem að Tréverk hefur byggt, Ráðhús Dalvíkur, Menningarhúsið Berg, Heimavistarhúsið, þar sem hefur verið hótel í mörg undanfarin ár, Sundlaug Dalvíkur og áfast íþróttahús, Dalvíkurskóla og leikskólann Krílakot. 

Bókin verður ekki seld í bókaverslunum eða á öðrum stöðum. Tréverk gefur áhugasömum bókina á meðan upplag endist. Bókina verður hægt að nálgast í  Víkurkaup á Dalvík frá og með mánudeginum 27. nóvember. Þann dag verða Óskar Þór og stjórnendur Tréverks í Víkurkaup milli kl. 15 og 17 og árita og afhenda bókina.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar
Kammerkór Norðurlands

14. desember, 2023

Jólatónleikar Kammerkórs Norðurlands í Bergi laugardaginn 16. desember kl. 20 Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is