Í þjóðsögum frá Þýskalandi og Austurríki er stundum nefnd nornin frú Perchta, sem bæði verðlaunar og refsar á jóladögunum tólf, frá 25. desember til 6. janúar. Hún er best þekkt fyrir hroðalegar refsingar fyrir misgjörðir: hún rífur út ýmis líffæri og setur rusl í staðinn fyrir þau. Greppitrýni frú Perchta birtist stundum í jóla-skrúðgöngum í Austurríki, svipað og Krampusinn. Saga frú Perchta er talin rekja rætur sínar til goðsagna-veru í Ölpunum, náttúru-gyðju, sem annast skógana mest-allt árið, en abbast upp á fólk aðeins um jólin. Í nútíma fagnaði sést frú Perchta, eða náin skyldmenni hennar, oftast í skrúðgöngum á Fastnacht, sprengidegi, hátíð sem haldið er upp á í Ölpunum í byrjun löngu föstu. Það eru hugsanleg einhverjar tengingar á milli frú Perchta og ítölsku nornarinnar La Befana, nema að La Befana er ekki skrímsli – hún er forljót, en góð norn sem skilur eftir gjafir.
Jólavættir
Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir,…