Viltu taka þátt ? – Uppáhalds jólaskrautið

Allflestir eiga jólaskraut sem að þeir halda sérstaklega mikið uppá. Það getur verið uppáhalds vegna góðra jólaminninga sem skrautið tengist úr æsku, eða af því að amma eða afi áttu það en eflaust eru ástæðurnar eins margar og skrautið er fjölbreytt.

Jólavefur Júlla óskar eftir mynd/myndum af uppáhalds jólaskrautinu ykkar með stuttum texta t.d. ef að eigandinn veit hvað skrautið er gamalt, hvaðan það kom og svo framvegis og skemmtilegt að fá nokkur orð um afhverju það er uppáhalds og ef að skemmtilegt minning tengist því.
Nafn og staðsetning væri líka skemmtilegt.
Dæmi:
Þessi dásamlegi glerjólasveinn hékk alltaf á jólatrénu í minni æsku og fylgdi mér síðan þegar ég fór að búa. Ég man hvað ég gat setið lengi og horft á það. Þetta skraut er líklega frá c.a. 1955 – Jóhann Erlendsson Kópavogi.

Svo kemur undirsíða á Jólavefinn með öllum myndunum og frásögnunum og vonandi bætist við jafnt og þétt um komandi framtíð.

Sendið á julli@julli.is

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar
Kammerkór Norðurlands

14. desember, 2023

Jólatónleikar Kammerkórs Norðurlands í Bergi laugardaginn 16. desember kl. 20 Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is