Dásamlegur jólagluggi á Akureyri.

Jólasaga – Gluggainnsetning í Hafnarstræti 88 á Akureyri

Í kjallara Hafnarstrætis 88 á Akureyri  er afar fallegur og jólanostalgíulegur gluggi. Innsetningin er verk Brynju Harðardóttur Tveiten myndlistarkonu og systur hennar Áslaugar Harðardóttur Tveiten öðru nafni Fröken Blómfríður. Í glugganum má sjá ýmislegt tengt jólum fortíðar meðal annars glitrandi skrautlengjur, marglitar ljósaseríur, spariföt, skreytt jólatré, bakstursáhöld og leikföng. Efni innsetningarinnar er ekki til sölu og kemur úr ýmsum áttum m.a. frá persónulegu safni systranna. Allt er þetta dót sem hefur verið geymt af alúð og hefur nú fengið nýjan tilgang sem er frekar marglaga að sögn Brynju. Innsetningunni er ætlað að endurspegla þá nýtni og útsjónarsemi sem oft fylgdi jólahaldi hér áður fyrr. Eins að lífga upp á umhverfið, búa til töfraheim í götunni, svolítið athvarf fyrir öll þau sem eiga leið hjá. Ósk okkar systra er að innsetningin skapi ekki bara gleði og jákvæð hughrif tengd liðnum jólum heldur hvetji fólk líka til að slaka á í amstri dagsins, staðsetja sig í núinu og njóta aðdraganda jólatíðarinnar. Við erum vissar um að margir munu upplifa angurværa jólagleði, rifja upp minningar og einfaldlega eiga góða stund við gluggann.

Jólavefur Júlla mælir með heimsókn til að skoða gluggann . 

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is