Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð. Þetta er skemmtilegur og algerlega ómissandi túr. Önnur fjölskyldan sækir 4 metra rauðgreni fyrir ofan veg en hin fjölskyldan örlitið minna furutré fyrir neðan veg. Heitt súkkulaði með rjóma og smákökur bragðast einhvern veginn betur i jólaskóginum og á meðan er horft á jólasnjóinn falla lóðrétt til jarðar. Oft hefur heimferðin vakið mikla athygli þegar búið er að festa trén á topp bílsins og nefna nú margir „Griswold fjölskylduna í sömu andrá.
Hér fylgja með 24 myndir með ein fyrir hvern dag á aðventunni.
15. janúar, 2024
Í upphafi árs 2022 var mikið um að vera á Dalvíkinni Hafnarbrautinni var breytt í leikmynd, þar og…