Grænmetis- og kjúklingasúpa

Hráefni: Fyrir 6 – 10 persónur 

1 heill kjúklingur úrbeinaður og skinnhreinsaður. Eða 6 kjúklingabringur.
1 – 2 laukar
1 hnúðkál6 – 8 gulrætur
½ fennel
1 sæt kartafla
1 bolli bygg frá Vallarnesi.
4 – 6 tómatar
4 hvítlauksrif
5 greinar garðablóðberg
½ – 1 chillipipar rauður.1 grein rósmarin2 x 2 cm engiferrót
safi úr ½ sítrónu
rifinn börkur af sítrónu eftir smekk allt að ¼ hluta.
2 x ½ dósir organic kókosmjólk Biona eða Rapunzel
1 x ½ dósskornir og flysjaðir tómatar með basiliku. Biona Organic.
2 x ½ dósir af vatni – Upplagt að skola tómata og kókosmjólkurdósirnar.

1  ½ – 2 matskeiðar turmerik – Organic frá Sonnentor
1 matskeið Garam masala –Organic frá Sonnentor
3 matskeiðar + Glutenfree Tamari sósa.
svartur eða grænn pipar mulinn.
½ paprika
Salt

ATH: Góð hugmynd að smakka til með karrýi

Kjúklingurinn er brúnaður á pönnu og settur til hliðar. Laukur, hnúðkál, gulrætur, fennel og sæt kartafla: Skorið í bita eða teninga og sett í pott ásamt bygginu, olíu og kryddað með pipar. Þetta er steikt um stund, rétt til að leyfa olíunni að mýkja hráefnið.

Tómatar,hvítlauksrif, garðablóðberg, chillipipar, rósmarin og engifer sett í matvinnsluvél og unnið þar til að allt er smoothie, og þá er þessu skellt í pottinn með rótargrænmetinu.
Sítrónusafi, börkur,kókosmjólk ,dósatómatar,vatn einnig sett í pottinn suðan látin koma upp og látið malla í 20 mínútur. Þá kemur kjúklingurinn í pottinn og súpan krydduð eftir smekk. Látin malla um stund og að lokum er paprikan sett útí og látið malla áfram um stund.

Suðutíminn er um 50 – 70 mínútur. Lengur ef menn vilja bragðsterkari súpu og láta hana sjóða meira niður. Það er gott að láta hana bíða um stund í pottinum áður en að hún er borin fram.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is