Hráefni: Fyrir 6 – 10 persónur
1 heill kjúklingur úrbeinaður og skinnhreinsaður. Eða 6 kjúklingabringur.
1 – 2 laukar
1 hnúðkál6 – 8 gulrætur
½ fennel
1 sæt kartafla
1 bolli bygg frá Vallarnesi.
4 – 6 tómatar
4 hvítlauksrif
5 greinar garðablóðberg
½ – 1 chillipipar rauður.1 grein rósmarin2 x 2 cm engiferrót
safi úr ½ sítrónu
rifinn börkur af sítrónu eftir smekk allt að ¼ hluta.
2 x ½ dósir organic kókosmjólk Biona eða Rapunzel
1 x ½ dósskornir og flysjaðir tómatar með basiliku. Biona Organic.
2 x ½ dósir af vatni – Upplagt að skola tómata og kókosmjólkurdósirnar.
1 ½ – 2 matskeiðar turmerik – Organic frá Sonnentor
1 matskeið Garam masala –Organic frá Sonnentor
3 matskeiðar + Glutenfree Tamari sósa.
svartur eða grænn pipar mulinn.
½ paprika
Salt
ATH: Góð hugmynd að smakka til með karrýi
Kjúklingurinn er brúnaður á pönnu og settur til hliðar. Laukur, hnúðkál, gulrætur, fennel og sæt kartafla: Skorið í bita eða teninga og sett í pott ásamt bygginu, olíu og kryddað með pipar. Þetta er steikt um stund, rétt til að leyfa olíunni að mýkja hráefnið.
Tómatar,hvítlauksrif, garðablóðberg, chillipipar, rósmarin og engifer sett í matvinnsluvél og unnið þar til að allt er smoothie, og þá er þessu skellt í pottinn með rótargrænmetinu.
Sítrónusafi, börkur,kókosmjólk ,dósatómatar,vatn einnig sett í pottinn suðan látin koma upp og látið malla í 20 mínútur. Þá kemur kjúklingurinn í pottinn og súpan krydduð eftir smekk. Látin malla um stund og að lokum er paprikan sett útí og látið malla áfram um stund.
Suðutíminn er um 50 – 70 mínútur. Lengur ef menn vilja bragðsterkari súpu og láta hana sjóða meira niður. Það er gott að láta hana bíða um stund í pottinum áður en að hún er borin fram.