Steinbítskinnar á Ritz púða

Steinbítskinnar á Ritz púða

700 gr steinbítskinnar
1 pk Ritz kex
1 krukka tomato & mascarpone frá Sacla
½ krydd havarti ostur,rifinn
graslaukur
salt

Kryddlögur.
2 msk milt karrý
2 msk sojasósa, Kikkoman
4 hvítlauksgeirar
2 cm engifer
olía

Hráefnið í kryddleginum sett í matvinnsluvél.

Kinnarnar snyrtar og skornar í teninga og lagðar í kryddlöginn í 1 tíma. Bitarnir þerraðir, steiktir í smjöri á pönnu og hnífsoddi af  Maldon salti skvett á bitana á pönnunni. Ritz kexið og mascarpone krukkan sett í matvinnsluvél í stutta stund, hellt í pott ásamt stærsta hlutanum af havarti ostinum og hitað þar til að osturinn byrjar að bráðna. Kexjafningnum skipt á 4 diska og fisknum raðað á púðann, klippið graslaukinn og dreifið yfir ásamt því sem er eftir af ostinum. Gott er að hafa hvítlauksbrauðstangir með.

Það er hrein unun að vera með gott hráefni á borðinu hjá sér og tengja sig við það og búa til munngæti sem skiptir máli.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar
Kammerkór Norðurlands

14. desember, 2023

Jólatónleikar Kammerkórs Norðurlands í Bergi laugardaginn 16. desember kl. 20 Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is