Kartöflusúpa með parmesanosti

Kartöflusúpa með parmesanosti
800 gr.  Af flysjuðum kartöflum.
2 l vatn
1/2 blaðlaukur skorinn í sneiðar
1/2 tsk timian
1 msk. góður kjúklingakrafti
Svartur pipar
Paprikuduft á hnífsoddi
Parmesanostur
Sítrónusafi
2 dl. rjómi

Kartöflurnar er skornar í teninga þær síðan settar í pott með vatninu,kryddum, krafti og blaðlauk og látið sjóða í 12-15 mín, Takið nokkra kartöflutenginga frá til að nota sem skraut ofan á súpuna í diskunum.  Maukið allt saman með töfrasprota í pottinum. Látið sjóða aðeins áfram, bætið rjómanum við að endingu, rífið parmesan ost yfir súpuna  í hverjum súpudiski. Skreytið með einhverju skemmtilegum grænum dúllum.

Súrdeigsbrauð og ískalt Pinot Griso glas er bara virkilega góð viðbót við þessa súpu. Það er hægt að breyta þessari súpu í fiskisúpu á núll einni. Skipta kjúklingkrafti út fyrir fiskikraft og bæta svo þunnt sneiddum þorkshnökkum út í sjóðandi heita súpuna í diskunum.

Njótið vel með bros á vör og góðu fólki.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar
Kammerkór Norðurlands

14. desember, 2023

Jólatónleikar Kammerkórs Norðurlands í Bergi laugardaginn 16. desember kl. 20 Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is