Ljóskerahátíðin mikla á Filipseyjum (Ligligan Parul Sampernandu) er haldin á hverju ári síðasta laugardag fyrir jól í bænum San Fernardo, „jólaborg“ Filippseyja. Þátttakendur koma alls staðar af á landinu og erlendis frá líka. Ellefu barangays (þorp) taka þátt í hátíðinni og samkeppnin er hörð þar sem þátttakendur keppast við að byggja íburðarmesta ljóskerin. Upphaflega voru ljóskerin einföld, um hálfur metri í þvermál, búin til úr ‚papel de hapon‘ eða japönskum origami pappír, lýst upp með kerti. Í dag eru ljóskerin búin til úr ýmsum efnum og hafa stækkað í allt að sex metra. Þau eru lýst með rafljósum, sem geisla í öllum regnbogans litum og mynstrum.
24. desember, 2023
Aðfangadagsmorgun, fjórði sunnudagur í aðventu 2023