La Bafena

Á Ítalíu má finna jólasvein sem er kona: La Befana. Hún gefur gjafir á þrettándanum og talið er að nafn hennar, Befana, sé afbökun á heiti þrettándans, Epifania. Samkvæmt þjóðsögu var Befana kona sem vitringarnir þrír heimsóttu þegar þeir voru að leita að Jesúbarninu. Þeir sögðu henni frá barninu og buðu henni að koma með sér til að leita að því, en Befana var önnum kafin við að sópa heimili sitt og sagðist ekki hafa tíma til að koma með þeim. En þegar vitringarnir voru farnir snerist henni hugur og hún hélt af stað að leita að Jesúbarninu. Hún tók með sér sópinn sinn og leikföng handa barninu. Enn hefur hún ekki fundið Jesúbarnið, en hún gefur öðrum börnum gjafir í þess stað.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is