Súrsuð gúrka, Þýskaland
Hefðin í kringum súrsuðu gúrkuna hlýtur að vera ein af undarlegustu jólahefðunum, sérstaklega vegna þess að enginn veit hvaðan hún kemur. Woolworth verslanirnar í Englandi byrjuðu að selja glerskraut frá Þýskalandi upp úr 1880, og sumt af því leit út eins og ávextir og grænmeti. Súrar gúrkur virðast hafa verið hluti af þessu skrauti! Um svipað leiti var því haldið fram að jóla-gúrkan væri forn þýsk hefð og að hún væri sett síðust á tréð. Barnið sem fyrst fann gúrkuna fékk svo auka jólagjöf. Bærinn Berrien Springs í Michigan (sem er kölluð jólagúrkuhöfuðborg heimsins) heldur árlega pikkleshátíð snemma í desember.
24. desember, 2023
Aðfangadagsmorgun, fjórði sunnudagur í aðventu 2023