Með þessari skemmtilegu mynd sem að Friðjón Árni Sigurvinsson teiknaði er vert að minna á ýmislegt skemmtilegt jólatengt framundan í Dalvíkurbyggð.
Fimmtudaginn 30. nóvember.
Milli 18 og 22 er árlegt aðventurölt á Dalvík. Opið hjá verslunum og þjónustuaðilum og aðventumarkaðurinn í Menningarhúsinu Bergi er á sínum stað
Föstudagurinn 1. desember.
Árlegt jólaföndur í Dalvíkurskóla milli kl. 15.30 og 18.30 svo er það hið rómaða kaffihlaðborð 10. bekkjar.
Sunnudagur 3. desember.
Salka kvennakór heldur sína árlegu jólatónleika í Dalvíkurkirkju kl 15:00 þann 3.desember nk. Sérstakir gestir verða karlakór Fjallabyggðar.Að tónleikum loknum bjóða Sölkurnar gestum sínum að þiggja aðventukaffi í safnaðarheimilinu.
Aðgangseyrir: 3500 kr. fyrir fullorðna. 1500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri.