Ekki skilja góðan kúst eftir á glámbekk um jól í Noregi: honum verður líkast til stolið.
Ein sérstakastasta jólahefðin er frá Noregi, þar sem fólk felur kústa sína á aðfangadag. Þessi hefð rekur ættir sínar margar aldir aftur í tímann þegar fólk trúði því að nornir og illir andar færu á stjá á aðfangadag að leita að kústum til að fljúga á. Enn þann dag í dag er til fólk sem felur kústa sína á öruggum stað svo þeim verði ekki stolið.