Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar 5. Desember 2023

Mætt voru: Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jóna Jónsdóttir, Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Þóra Jóna Finnsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Ásgeir Stefánsson. Sigurlaug , Kristján Loftur Jónsson, Erla Tryggvadóttir og Guðrún Skarphéðinsdóttir. 

Enn á ný gleðjumst við yfir veðrinu hérna og hárréttri niðurstöðu spár okkar fyrir Stór Dalvíkursvæðið núna í nóvember síðastliðnum. 

Við getum svo vonandi glatt sem flesta með spá okkar fyrir desember/jólamánuðinum.

Við ræddum ýmsar leiðir leiðir til að spá fyrir um komandi veður mánuð, en niðurstaðan varð sú að tilfinning félaga fyrir mánuðinum og tunglkomur voru það sem við styðjumst við að þessu sinni.

Hvort tveggja vísar til þess að áframhald verði að mestu á þeim stillum og veðurblíðu hjá okkur á næstu vikum en líklegast bæti eitthvað í snjó þegar nær dregur jólum. Allavega nóg til að gleðja skíða og snjó útivistarfólk.

Nýtt tungl um miðjan mánuðinn vill vísa vindáttinni í framhaldinu að mestu í suðaustan eða austanátt. En við gerum ekki ráð fyrir neinum miklum veðrum þó það snjói eitthvað. 

Aðventan er góður tími
Flytur oftast snjó og él
Á vélsleða ég áfram stími Og vonað ekkert brotní mél.

Því stundum hef ég lítið rými
Þó mér sýnist ganga vel
Því grjót í leyni við ég glími
Og gæti þurft að skiptum vél.

Höf. Bjór 

Ort um þriðja janúar.
Skafrenningur nú um næðir
Norðlendinga alla
Flytur snjó um fjöll og hæðir 
Freðmýrar og hjalla.

Höf. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Janúar spá Veðurklúbbsins 2024

11. janúar, 2024

Veðurklúbbur Dalbæjar​​​​​​ 10. janúar 2024Að þessu sinni var fundur klúbbsins haldinn óvenju seint eða 10. janúar. Fundurinn var…

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is