Planið hér er að setja inn
Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð teygir sig eftir vesturströnd Eyjafjarðar frá Fagraskógi um Árskógsströnd, Svarfaðardal, Skíðadal, Dalvík og Upsaströnd út í Ólafsfjarðarmúla.
Líkt og í öðrum landsins byggðum leynist hér sögn eða saga bak við hverja hundaþúfu. Vegfarendur á hraðferð um þjóðveginn verða lítið varir við alla þá miklu sögu sem landið geymir og eflaust vildu þeir vita meira ef einhver væri til frásagnar.
Höfundur texta: Hjörleifur Hjartarson.
Lesarar: Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir.
Söguslóð – Hljóðleiðsögn um Dalvíkurbyggð er slíkur sagnabrunnur. Síðan hefur að geyma frásagnir af völdum sögustöðum í Dalvíkurbyggð. Til hagræðis er frásögnunum skipt upp í þrjá flokka: SAGNFRÆÐI, ÞJÓÐSÖGUR og FORNSÖGUR.
Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.
© 2024 Júlíus Júlíusson
Vefsíðugerð: webdew.is