Grillaðar bjórrækjur

1 kg nýveidd rækja í skelinni
1 ds 500 ml. gylltur Viking bjór.
sítrónuólífuolía
Maldon salt
4 – 6 Ciabattabrauð
4 sítrónur

Köld hnetusmjörssósa
2 msk hnetusmjör
2 msk majones
2 msk sýrður rjómi 18%
safi úr ½ sítrónu*1 msk hlynsíróp
1 tsk sætt sinnep
pipar

Hentar vel á löngu sumarkvöldi í sumarbústaðnum eða við kertaljós í byrjun aðventu í góðra vina hópi þar sem að tíminn er nógur og vangaveltur um lífið svífa yfir vötnum.

Rækjan skoluð vel í köldu vatni og sigtuð. Bjórnum hellt yfir rækjurnar og hún látin liggja í 30 mín, sigtuð og sítrónuólífuolíu dreipt yfir, ásamt 1 tsk af maldon salti. Rækjunni skipt í tvennt. Hvor hluti er grillaður við miðlungshita í grillgrind, rækjunni velt nokkrum sinnum en samt varlega, grillið þar til að skelin fer að hvítna aðeins c.a 5 – 8 mín.
Allt hráefni sósunnar sett í matvinnsluvél, piprað eftir smekk. Ciabattabrauðin eru skorin í litlar sneiðar og þær léttgrillaðar. Rækjurnar eru settar á fallegt fat eða í skál, sítróna er kreist yfir. Gestir pilla rækjurnar, setja sósu á brauðið og raða fallegri rækjunni á og kreista sítrónu yfir eftir smekk. Ískaldur gylltur Viking eða sætt hvítvín er ekki til að skemma fyrir stemningunni.


Fiskur er vímuefni – það er leyfilegt að njóta hans.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is