Köld appelsínu bleikja

2 flök eða 800 gr af bleikju
2 appelsínur
4 msk laxa eða bleikjuhrogn
salt
pipar

sítrónuólífuolía.

Ferskur réttur á heitum sumardegi en jafnframt bjartsýnisaukandi og orkugefandi á dimmu janúar kvöldi.

Börkurinn rifinn fínt af annari appelsínunni en gróft af hinni. Bleikjan beinhreinsuð, skorin í litla bita c.a. 4 x 4 cm, velt upp úr olíu og fínt rifna berkinum,  pipruð. Bitunum raðað í eldfast mót. Sett í ofn við180 gráðu hita í 6 mín. Örlitlu Maldon salti stráð yfir á eftir og látíð kólna. Appelsínur skornar í litla báta, bornar  fram sér eða raðað með á diskinn. Bleikjunni raðað á diska, laxahrognunum dreipt yfir og skreytt með grófa berkinum.

Það má bera fram þessu ferskt salat t.d með melónu ef rétturinn er notaður sem aðalréttur en án salats eða með ferskum eplaskífum ef hann er notaður sem forréttur.

Ekki flýta þér ! Fiskur og nægur tími gefa af sér frábæra stund.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar
Kammerkór Norðurlands

14. desember, 2023

Jólatónleikar Kammerkórs Norðurlands í Bergi laugardaginn 16. desember kl. 20 Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is