700 gr silungur, flök
8 tómatatortillakökur
2 dl rjómi
½ pipar ostur rifinn
½ ds mascarpone ostur
17 % ostur, rifinn
8 meðalstórar kartöflur
salt
kúrbítur
sveppir
Góður réttur til að nýta þær ostategundir sem eru til í ísskápnum. Þennan rétt er hægt að að hafa tilbúin tímanlega og geyma í kæli.
Silungsflökin beinhreinsuð, snyrt og skorin í hæfilegar lengjur sem passa í kökurnar.
Osturinn bræddur í potti við vægan hita í rjómanum, kartöflurnar soðnar, flysjaðar og muldar út í ostajafninginn, saltið eftir þörfum. Skerið sveppi og kúrbít í hæfilega bita. Tortillakökurnar hitaðar létt á pönnu eða í ofni, ostakartöflujafningi smurt á kökurnar, ein silungalengja ásamt nokkrum bitum af kúrbít og sveppum raðað með, piprið og rúllið kökunum upp. Grillið við góðan hita, snúið einu sinni, passið að grilla ekki of lengi og munið að silungurinn heldur áfram að grillast eftir að hann er tekinn af. Borið fram með fersku salati með fetaosti og ristuðum furuhnetum. Hellið smá af fetaostsolíunni yfir salatið.Að elda fisk er hin mesta næring og veitir mikla sálarró.