Kolarúllur

1 meðalstór koli, flakaður.
hrísgrjón
2 dl. rjómi
2 msk. geitaostur
pipar úr kvörn
3 dl. fisksoð
2 – 4 msk sykur
sojasósa, Kikkoman
2 perur
8 litlir blaðlaukar eða 4 hæfilegir bitar af venjulegum.

Rétturinn er hugsaður fyrir fjóra  – Mér finnst afar mikilvægt að snerta fiskinn og nudda hann og finna taktinn í hráefninu, snerting skiptir máli….ekki bara með puttunum heldur einnig  í lófunum.

Kolinn flakaður, snyrtur og skorin langsum í 2 stk hvort.  Flökin eru pensluð með sojasósunni, pipruð og að lokum er þeim rúllað upp með roðið út og bundin í miðju. Sett í ofn á 190 gráður í  8 – 12 mín allt eftir stærð bitanna. Blaðlaukurinn skolaður, snyrtur og gufusoðinn með sykurvatni. Peran er flysjuð og hreinsuð, skorin í strimla og sett í kæli og borin fram vel kæld með. Hrísgrjónin soðin, sett í botn á skál, sojasósu dreypt yfir og kolarúllan er sett ofan á. Skálin borin fram á undirdisk og meðlætið á honum. Sósan borin fram sér og hugsuð til að dýfa kolabitunum í.

Sósa. Geitaosturinn er bræddur í rjómanum við vægan hita, fisksoði bætt út í ásamt pipar eftir smekk. Hrærið í allan tímann, þykkja má sósuna fyrir þá sem það vilja.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is