1 meðalstór koli, flakaður.
hrísgrjón
2 dl. rjómi
2 msk. geitaostur
pipar úr kvörn
3 dl. fisksoð
2 – 4 msk sykur
sojasósa, Kikkoman
2 perur
8 litlir blaðlaukar eða 4 hæfilegir bitar af venjulegum.
Rétturinn er hugsaður fyrir fjóra – Mér finnst afar mikilvægt að snerta fiskinn og nudda hann og finna taktinn í hráefninu, snerting skiptir máli….ekki bara með puttunum heldur einnig í lófunum.
Kolinn flakaður, snyrtur og skorin langsum í 2 stk hvort. Flökin eru pensluð með sojasósunni, pipruð og að lokum er þeim rúllað upp með roðið út og bundin í miðju. Sett í ofn á 190 gráður í 8 – 12 mín allt eftir stærð bitanna. Blaðlaukurinn skolaður, snyrtur og gufusoðinn með sykurvatni. Peran er flysjuð og hreinsuð, skorin í strimla og sett í kæli og borin fram vel kæld með. Hrísgrjónin soðin, sett í botn á skál, sojasósu dreypt yfir og kolarúllan er sett ofan á. Skálin borin fram á undirdisk og meðlætið á honum. Sósan borin fram sér og hugsuð til að dýfa kolabitunum í.
Sósa. Geitaosturinn er bræddur í rjómanum við vægan hita, fisksoði bætt út í ásamt pipar eftir smekk. Hrærið í allan tímann, þykkja má sósuna fyrir þá sem það vilja.