Skötubörð

6 skötubörð
2 egg
1 pakki af hvítum brauðraspsflögum
3 msk hveiti
worchestersósa
salt
pipar
smjör
olía
1 rauðlaukur
súrar gúrkur magn eftir smekk.

Skötubörðin sett í kalt 2 % saltvatn í 10 mín (Kallar fram fiskbragðið) og roðdregin með naglbít, snyrt, skoluð, þerruð og skorin í helminga. Eggin pískuð og worchestersósu eftir smekk bætt út í. Brauðraspi, hveiti, salti og pipar blandað saman á diski. Skötunni velt upp úr egginu og þar á eftir úr raspblöndunni. Smjör og olía til helminga sett á pönnu, skatan steikt c.a. 2 mín hvorri hlið og sett til hliðar og látin bíða í 5 mín.
Raðað á diska, 3 bitar á mann og borið fram með nýskornum rauðlauk og súrum gúrkum.
Gott að dreipa hvítlauksolíu yfir skötubörðin.

Hvítt, rautt eða rósavín með fiski – allt undir þér og þínum komið.

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Jólatréð sótt

23. desember, 2023/

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í Hörgárbyggð.…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is