6 skötubörð
2 egg
1 pakki af hvítum brauðraspsflögum
3 msk hveiti
worchestersósa
salt
pipar
smjör
olía
1 rauðlaukur
súrar gúrkur magn eftir smekk.
Skötubörðin sett í kalt 2 % saltvatn í 10 mín (Kallar fram fiskbragðið) og roðdregin með naglbít, snyrt, skoluð, þerruð og skorin í helminga. Eggin pískuð og worchestersósu eftir smekk bætt út í. Brauðraspi, hveiti, salti og pipar blandað saman á diski. Skötunni velt upp úr egginu og þar á eftir úr raspblöndunni. Smjör og olía til helminga sett á pönnu, skatan steikt c.a. 2 mín hvorri hlið og sett til hliðar og látin bíða í 5 mín.
Raðað á diska, 3 bitar á mann og borið fram með nýskornum rauðlauk og súrum gúrkum.
Gott að dreipa hvítlauksolíu yfir skötubörðin.
Hvítt, rautt eða rósavín með fiski – allt undir þér og þínum komið.