Líkanasmiðurinn Elvar Þór Antonsson

Líkan af Stellunum sem Dalvíkingurinn og hagleikssmiðurinn Elvar Þór Antonsson smíðaði var afhjúpað í dag 1. nóvember 2023.

Líkan af skuttogurum Útgerðarfélags Akureyringa, systurskipunum Svalbak EA 302 og Sléttbak EA 304 var afhjúpað í dag 1. nóvember en á þessum degi er 50 ár frá því að Stellurnar komu til heimahafnar í fyrsta skipti.  Skipin voru eins og líkanið er því eitt. ÚA keypti skipin frá Færeyjum. Þau voru smíðuð í Noregi 1968 og 1969 og hétu Stella Kristina og Stella Karina.

Elvar Þór Antonsson hagleikssmiður og fyrrverandi sjómaður átti sér lengi það áhugamál að setja saman flugvélamódel í tómstundum og fljúga þeim. Þetta var á árunum fyrir aldamótin þegar ég var í áhöfn gamla Björgúlfs EA 312 Um aldamótin fór Elvar að velta fyrir sér erfiðara verkefni en flugvélamódelunum og í framhaldinu varð hann sér út um burðarteikningarnar af Björgúlfi og hófst handa við gerð líkans af togaranum í hlutföllunum 1:50 og setti að auki vél í líkanið, sem var nær óþekkt.

Fyrsti rafknúni togarinn á Íslandi
Á gámasvæðinu á Dalvík fann Elvar 12 volta kæliviftumótor úr gömlum Ford Escort. Síðan varð hann sér úti um hraðabreyti sem passaði við hann og gat snúið mótornum í báðar áttir svo að togarinn gat bakkað líka. Þekking  Elvars af fjarstýringum úr fluginu gerði honum síðan síðan kleift að klára verkið gripurinn var svo sýndur á sjómannadaginn þegar Björgúlfi EA 312 var siglt í Dalvíkurhöfn árið 1999. Með bros á vör sagði Elvar að hann væri viss um að þetta væri fyrsti rafknúni togarinn á Íslandi

Líkanasmíðin varð að aðalstarfi Í kjölfar smíðinnar á Björgúlfi EA 312. Síðan hafa líkönin komið hvert á fætur öðru úr smiðju Elvars við Karlsbraut á Dalvík þar sem að hann býr og er með vinnustofu við heimili sitt. Eft­ir­spurn eft­ir skips­líkön­um hef­ur auk­ist ár frá ári og enn er eft­ir­spurn­in það mik­il að hann er upp­bókaður fram í tím­ann.

Elv­ar seg­ir al­gjör for­rétt­indi að geta lifað af áhuga­mál­inu. Hanns segir jafnframt að þetta sé mikil nákvæmnisvinna og þolinmæðisverk og þess má geta við smíði á líkönum af nýjustu togurunum fara á bilinu 400 til 600 vinnustundir í verkefnið.

Heimild: Sjómannadagsblaðið Ó. K. – Auðlindin – Facebook

Júlíus Júlíusson

Júlíus Júlíusson er Dalvíkingur í húð og hár. Júlli hefur haldið úti Jólavef Júlla síðan 1999. Júlli er sælkeri og mataráhugamaður.

Tengdir Pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir,…

Jólatréð sótt

23. desember, 2023

Á hverju ári förum við saman tvær fjölskyldur til þess að sækja okkur lifandi jólatré í Hálsaskóg í…

Fleiri Pistlar

  • All Post
  • Jól

Nýir pistlar

Hið árlega aðventurölt

4. desember, 2024/

Fimmtudaginn 5. desember 2024 milli kl 17 og 21 verðir hið árlega aðventurölt á Dalvík. Verslanir, gallery, markaðir, snyrtistofur,…

Jólavefur Júlla

Jólin koma

Tilkynningar

  • All Post
  • Tilkynningar

Magasín vefurinn julli.is er lifandi vefur sem er til skemmtunar og fróðleiks. Hér má finna nánast allt sem tengist jólunum. Skrif um mat, uppskriftir, myndbönd, gagnrýni, hefðir og hugmyndir. Átthagavefur, fólkið, fréttir, fjöllin og fegurðin. Veður, Ráðgjöf, og fleira áhugavert. Fylgist með.

© 2024 Júlíus Júlíusson

Vefsíðugerð: webdew.is