Það er þakkarvert og afar ánægjulegt að sjá hvernig lítil hugmynd hefur stækkað og gefið af sér. Þarna er gott dæmi um hvað sjálfboðaliðastarf og aðstoð fyrirtækja í formi fjárframlaga og tækjaaðstoð getur gert. Stórhólstjörnin er dásamlega gott skautasvell og nú er komin falleg, jólaleg lýsing og því hægt að skauta fram á kvöld svo sé nú ekki minnst á norðurljósin, tunglið og stjörnurnar á þessum gríðarlegu fallegu haust eða vetrarkvöldum, dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Það fallega við þetta er að það geta allir sem vilja skautað frítt, það eru klár 100 pör af skautum og hjálmar öllum að kostnaðarlausu.
Hér er frétt af vef RÚV um skautavsellið mánudaginn 20. nóvember 2023